Peloton í samstarfi við ferðaskrifstofuna Slóðir (www.slodir.is) bjóða upp á sannkallaða fimm stjörnu fjallahjólaferð til Noregs dagana 25-30 júní 2024.

Í ferðinni verða könnuð ein fremstu fjallahjólasvæði Noregs þar sem tækifæri gefst til að velja úr yfir 100 km af skipulögðum fjallahjólaleiðum á heimsmælikvarða.   Fararstjóri og leiðsögumaður verður Leifur Örn Svavarsson.

Við munum kanna svæði bæði í Hallingdal og Telemark þar sem gist verður í hinum stórkostlegu Norrøna Canvas tjaldbúðum.

Nánari upplýsingar og tilhögun má sjá á heimasíðu Slóða.

Kynningarfundur verður í verslun Peloton þann 7. mars kl 17:30 þar sem Leifur Örn mun kynna nánari tilhögun og svara öllum spurningum.

Hámarksfjöldi í ferðina eru 12 manns þannig að nú er um að gera að tryggja sér sæti.