Það er okkur hjá Peloton mikil ánægja að bjóða vörur frá sænska fyrirtækinu Hestra.

Árið 1936 var fyrirtækið Hestra stofnað í samnefndum bæ í sænsku Smálöndunum.   Frá upphafi hefur fyrirtækið sérhæft sig í framleiðslu á hönskum og vettlingum.  Fyrstu árin voru vörunar hugsaðar fyrir skógarhögg og erfiða útivinnu en fljótlega hófst framleiðsla á hönskum og -vettlingum fyrir skíðaiðkun og aðrar vetraríþróttir sem hefur verið sérstaða þeirra til dagsins í dag.

Í dag framleiðir Hestra yfir 2 milljónir af hönskum og vettlingum í yfir 400 mismunandi útgáfum á hverju ári.    Okkar markmið er að bjóða sem best úrval af vörum frá Hestra bæði fyrir  vetur og sumar.     Fyrsta sendingin er að lenda hjá okkur og má sjá úrvalið í vefversluninni okkar  https://www.peloton.is/brand/hestra .  Við erum að sjálfsögðu með allar vörurnar í versluninni Klettagörðum 23 þar sem þú getur komið og mátað.

Hlökkum til að sjá þig.