Það er okkur hjá Peloton mikil ánægja að tilkynna um samstarfssamning við Ingvar Ómarsson þar sem Ingvar mun nota búnað frá CeramicSpeed við æfingar og keppni.

Ingvar þarf náttúrulega ekki að kynna fyrir þeim sem fylgst hafa með keppnishjólreiðum á Íslandi undanfarin ár.   Hann hefur keppt í öllum tegundum hjólreiða hér á landi og landað alls 27 íslandsmeistaratitlum.  Ingvar er núverandi Íslandsmeistari í götuhjólreiðum (hópstarti), ólympískum fjallahjólreiðum (XCO), maraþonfjallahjólreiðum (XCM) og Cyclocross.   Ingvar hefur auk þess  verið kosinn hjólreiðamaður ársins 8 ár í röð.   Ingvar hefur undanfarin ár keppt erlendis á mótaröðum UCI í fjallahjólreiðum og á besta árangur Íslendings á þeim vettvangi.

Danska fyrirtækið CeramicSpeed hefur allt frá 1998 verið í fararbroddi á heimsvísu í hönnun og framleiðslu á keramiklegum fyrir keppnishjólreiðar og öðum búnaði tengdum þeim.   CeramicSpeed hafa í áraraðir boðið uppfærslur á gír- og drifbúnaði þar sem sýnt hefur verið fram á umtalsverða aukningu á aflnýtingu með lágmörkun viðnáms í drifrás hjólsins.   Þessu má ná með uppfærslu á sveifarlegum (Bottom Bracket), tannhjólarás í gírskiptum (Oversize Pulley Wheels) og keðju og smurefnum (UFO Drive Products).

Fræðast má um vörur CeramicSpeed á heimasíðu þeirra.  https://www.ceramicspeed.com/en/cycling

Við kappkostum að bjóða allar vörur CeramicSpeed og veitum ráðgjöf um hvernig þú nærð hámarksárangri.   Hafðu samband.