Það er okkur hja Peloton mikið ánægjuefni að kynna samstarf við Hólmfríði Dóru Friðgeirsdóttur.

Hólmfríður landaði nýverið þreföldum Íslandsmeistaratitli í alpagreinum.   Hólmfríður er nýlega komin heim frá Ólympíuleikunum í Beijing þar sem hún keppti í svigi, stórsvigi og risasvigi.

Hún mun æfa og keppa með POC búnað frá okkur næsta vetur.  Við óskum henni til hamingju með Íslandsmeistaratitlana og hlökkum til að fylgjast með henni í næstu verkefnum.