Við höfum séð það í sumar að það eru sífellt fleiri að átta sig á því að við hér á Íslandi höfum aðgang að einum bestu fjallahjólasvæðum/leiðum sem finnast á heimsvísu. Það er ekki tilviljun að Ísland er á nánast öllum óskalistum erlendra fjallahjólatímarita og áhrifavalda yfir svæði sem mælt er með. Nú er tækifærið til að láta drauminn rætast og panta fulldempað fjallahjól til að njóta þessarar veislu sem landið okkar býður okkur.

Eftirspurn hefur verið gríðarleg eftir hjólum undanfarin misseri og algengt að hjól séu hreinlega alveg uppseld hjá framleiðendum marga mánuði fram í tímann. Við höfum nú náð að tryggja okkur aukið magn af hjólum af árgerð 2022 frá Yeti til pöntunar fyrir sumarið 2022. Um takmarkað magn að ræða í einstökum tegundum og við eigum von á að vinsælustu hjólin seljist fljótt upp.

Peloton hefur boðið fjallahjól frá Yeti hér. landi frá 2018. Viðtökurnar hafa vægast sagt verið frábærar og hjólin algerlega á heimavelli í íslenskri náttúru. Yeti býður fjallahjól fyrir allar aðstæður og alla flokka fjallahjólreiða.

Tegund Fjöðrun (aftur/fram) Dekkjastærð Heimavöllur
ARC 130mm að framan (hardtail) 29″ Cross-Country
Trail
SB115 115mm/130mm 29″ Cross-Country
Trail
SB130 130mm/150mm 29″ Trail
All-Mountain
SB150 150mm/170mm 29″ All-Mountain
Enduro
SB140 140mm/150mm 27,5″ All-Mountain
Enduro
SB165 165mm/180mm 27,5″ Enduro
Downhill

Yeti kynnir 2022 hjólin formlega þann 13 september og þá má skoða úrvalið á https://www.yeticycles.com og við birtum þá jafnframt verðlista á heimasíðunni okkar https://www.peloton.is/hjolin-okkar/

Hafðu samband til að kanna málið og panta draumahjólið. VIð svörum um hæl á facebook eða tölvupósti peloton@peloton.is en helst viljum við náttúrulega sjá þig í versluninni Klettagörðum 23 þar sem við getum farið yfir valkosti út frá þínum þörfum og óskum.