Peloton býður mikið úrval rafhjóla bæði frá Bianchi og BMC.

Virðisaukasakattur hefur nú verið felldur niður af rafhjólum að verðmæti allt að kr. 400.000 og hefðbundnum reiðhjólum að verðmæti allt að kr. 200.000.

Rafhjól eru frábær ferðamáti innanbæjar til að hjóla í og úr vinnu eða til að sinna hvers konar erindum. Þú þarft ekki að vera í sérstöku formi til að hjóla á rafhjóli þar sem hjólið léttir sjálfkrafa undir með þér þegar á þarf að halda t.d. upp brekkur eða í mótvindi. Þú getur þannig komist til vinnu án þess að svitna eða þurfa endilega að vera með föt til skiptanna.

Við bjóðum bæði rafdrifin götuhjól sem henta best til nota við samgöngur innanbæjar og fjallahjól sem gera þér kleift að yfirgefa malbikið og njóta útiveru á stígum og öðrum merktum hjólaleiðum.

Þú getur séð úrvalið í vefversluninni okkar  og hér að neðan höfum við tekið saman yfirlit yfir hjólin þar sem auðvelt er að bera saman helstu atriði eins og stærð rafhlöðu, mótor drægi og annað sem máli skiptir.

Rafhjól – samanburður götuhjól

Rafhjól – samanburður fjallahjól

Við erum með margar tegundir í versluninni og hvetjum þig til að koma við og fá að prófa.    Við bjóðum sveigjanleg greiðslukjör í gegnum samstarfsaðila okkar.   Einnig bjóða margir vinnustaðir samgöngustyrki fyrir umhverfisvæna ferðamáta sem nota má til að fjárfesta í rafhjóli.

Hafðu samband við okkur til að panta eða ef þú hefur spurningar eða vilt vita meira.