Þjónustu- og viðgerðapakkar

Gullpakkinn 19.990 kr.
Ítarleg skoðun og yfirferð.  Stillum gíra, bremsur og yfirförum gjarðir, teinaherslu og dekk.  Skipt um gíra-/bremsuvíra eftir þörfum.   Sveifar- og stýrislegur athugaðar og smurðar.   Kassetta losuð og ástand tannhjóla og keðju metið.  Sætispípa liðkuð.  Ástand dempara kannað þar sem það á við. Mælum með þessum pakka amk einu sinni a ári.
Silfurpakkinn 12.990 kr.
Reglulegt eftirlit.  Stillum gíra og bremsur, yfirförum gjarðir dekk og slitfleti.   Ástand keðju og tannhjóla kannað.   Mælum með þessu amk tvisvar á ári fyrir öll hjól.
Slöngulaus uppsetning  2.490 kr. pr. dekk
Dekk sett upp slönglaus (tubeless) á götu- eða fjallahjól.  Þéttivökvi innifalinn en ekki límband,ventlar eða annað.
Dekkjaskipti 1.690 kr. pr. dekk
Skipt um dekk eða gert við sprungið dekk.   Verð innifelur ekki slöngu.
Blæðing á vökvabremsu 2.490 kr. pr. bremsu
Loftlosun/blæðing á vökvabremsu.   Verð innifelur bremsuvökva og slöngutengi (olive).
Þvottur 4.490 kr.
Þvottur á hjóli, ásamt þrifum á keðju og tannhjólum.
Stýrisvafningar 2.490 kr.
Nýir stýrisvafningar (bartape) settir á racer.
Sértæk vinna eða viðgerðir 9.940 kr. pr. klst
Sértæk vinna á verkstæði skv beiðni.
Forgangsþjónusta 4.900 kr.
Verk tekið strax í vinnslu og unnið eins fljótt í verða má.
Bóka tíma

Bókunarþjónustan okkar notar facebook bókanir.   Þannig getum við verið í hröðu og góðu sambandi við þig ef breytingar verða eða upplýsinga er þörf.   Ef þú ert ekki með facebook aðgang, vinsamlegast hafðu samband í síma eða tölvupósti (sjá hér að neðan) til að bóka.

Öll verð með vsk.

Miðað er við að hjól séu hrein við móttöku á verkstæði nema þvottur sé pantaður.

Vinna á verkstæði innifelur ekki varahluti aðra en þá sem tilgreindir eru í þjónustulýsingu.

Verð innifelur tækjagjald, hreinsiefni og olíur ásamt förgun spilliefna þar sem það á við.