Þjónustu- og viðgerðapakkar

Gullpakkinn 22.990 kr.
Ítarleg skoðun og yfirferð.  Stillum gíra, bremsur og yfirförum gjarðir, teinaherslu og dekk.  Skipt um gíra-/bremsuvíra eftir þörfum.   Sveifar- og stýrislegur athugaðar og smurðar.   Kassetta losuð og ástand tannhjóla og keðju metið.  Sætispípa liðkuð.  Ástand dempara kannað þar sem það á við. Mælum með þessum pakka amk einu sinni a ári.
Silfurpakkinn 14.990 kr.
Reglulegt eftirlit.  Stillum gíra og bremsur, yfirförum gjarðir dekk og slitfleti.   Ástand keðju og tannhjóla kannað.   Mælum með þessu amk tvisvar á ári fyrir öll hjól.
Léttþrif 9.990 kr.
Þegar þú vilt dekra aðeins við hjólið þitt. Við þvoum það, hreinsum vel og smyrjum keðju, kassettu og förum yfir gíra og bremsur. Tilvalið þegar þú ert að taka hjólið inn á trainerinn eftir sumarið eða efir langan tíma í geymslunni.
Slöngulaus uppsetning  4.490 kr. pr. dekk
Dekk sett upp slönglaus (tubeless) á götu- eða fjallahjól.  Þéttivökvi innifalinn en ekki límband,ventlar eða annað.
Dekkjaskipti 1.690 kr. pr. dekk
Skipt um dekk eða gert við sprungið dekk.   Verð innifelur ekki slöngu.
Blæðing á vökvabremsu 3.990 kr. pr. bremsu
Loftlosun/blæðing á vökvabremsu.   Verð innifelur bremsuvökva.
Þvottur 5.490 kr.
Þvottur á hjóli, ásamt þrifum á keðju og tannhjólum.
Stýrisvafningar 2.490 kr.
Nýir stýrisvafningar (bartape) settir á racer.
Sértæk vinna eða viðgerðir 10.990 kr. pr. klst
Sértæk vinna á verkstæði skv beiðni.
Forgangsþjónusta 4.900 kr.
Verk tekið strax í vinnslu og unnið eins fljótt og verða má.
Tjóna- eða ástandsmat 5.490 kr.
Mat á tjóni eftir óhapp eða skaða t.d. vegna trygginga eða ástandsmat t.d. vegna sölu.

Bókunarþjónustan okkar notar Noona bókanir.   Þú getur  bókað tíma hér að neðan eða náð í Noona appið þar sem þú getur breytt og afbókað.    Þú getur líka haft samband við okkur í síma eða tölvupósti (sjá hér að neðan) til að breyta eða afbóka.

Öll verð með vsk.

Miðað er við að hjól séu hrein við móttöku á verkstæði nema þvottur sé pantaður.

Vinna á verkstæði innifelur ekki varahluti aðra en þá sem tilgreindir eru í þjónustulýsingu.

Verð innifelur tækjagjald, hreinsiefni og olíur ásamt förgun spilliefna þar sem það á við.

Bókunarsíða: https://noona.is/pelotoniceland 

Náðu í NOONA appið