POC vörur hjá Peloton
admJ8wW4o2022-05-05T14:05:34+00:00POC sem stofnað var 2005, lagði í upphafi áherslu á hönnun og markaðssetningu á skíðavörum fyrir keppnisfólk með áherslu á öryggisbúnað s.s. hjálma og hlífar.
POC hefur frá upphafi lagt mikið upp úr rannsóknum á íþrótta- og stoðkerfismeiðslum með það fyrir augum að bjóða fyrsta flokks vörur til að tryggja hámarksöryggi iðkenda. POC hefur m.a. sett á stofn POC Labs þar sem rannsóknir og prófanir á búnaði eru framkvæmdar í samstarfi við lækna og aðra sérfræðinga.
Frá 2014 hefur POC jafnframt boðið öryggis og hlífðarbúnað fyrir hjólreiðar þar sem notast er við sömu viðmið við vöruhönnun þannig að hámarksöryggi sé tryggt. Í dag býður fyrirtækið fjölbreytta vörulínu sem inniheldur hjálma og annan hlífðarbúnað, gleraugu og fatnað fyrir hjólreiðar, skíða og brettaíþróttir.
Peloton býður allar vörur frá POC hér á landi. Við reynum alltaf að vera með gott úrval á lager af algengustu vörutegundum og bjóða þess utan upp á afgreiðslu sérpantana á örfáum dögum. Vöruúrval POC og verð má sjá í vefversluninni okkar .
Ef þú ert með spurningar, vilt sérpanta ákveðna vöru eða vilt vita meira, hafðu samband á facebook eða peloton@peloton.is
Við bjóðum þig svo að sjáfsögðu velkomin í verslunina okkar að Klettagörðum 23 þar sem við erum með heitt á könnunni.