About admJ8wW4o

This author has not yet filled in any details.
So far admJ8wW4o has created 17 blog entries.
25 03, 2020

POC vörur hjá Peloton

2022-05-05T14:05:34+00:00

POC  sem stofnað var 2005, lagði í upphafi áherslu á hönnun og markaðssetningu á skíðavörum fyrir keppnisfólk með áherslu á öryggisbúnað s.s. hjálma og hlífar.

POC hefur frá upphafi lagt mikið upp úr rannsóknum á íþrótta- og stoðkerfismeiðslum með það fyrir augum að bjóða fyrsta flokks vörur til að tryggja hámarksöryggi iðkenda.   POC hefur m.a. sett á stofn POC Labs þar sem rannsóknir og prófanir á búnaði eru framkvæmdar í samstarfi við lækna og aðra sérfræðinga.

Frá 2014 hefur POC jafnframt boðið öryggis og hlífðarbúnað fyrir hjólreiðar þar sem notast er við sömu viðmið við vöruhönnun þannig að hámarksöryggi sé tryggt.    Í dag býður fyrirtækið fjölbreytta vörulínu sem inniheldur hjálma og annan hlífðarbúnað, gleraugu og fatnað fyrir hjólreiðar, skíða og brettaíþróttir.

Peloton býður allar vörur frá POC hér á landi.   Við reynum alltaf að vera með gott úrval á lager af algengustu vörutegundum og bjóða þess utan upp á afgreiðslu sérpantana á örfáum dögum.     Vöruúrval POC og verð má sjá í vefversluninni okkar .

Ef þú ert með spurningar, vilt sérpanta ákveðna vöru eða vilt vita meira, hafðu samband á facebook eða peloton@peloton.is

Við bjóðum þig svo að sjáfsögðu velkomin í verslunina okkar að Klettagörðum 23 þar sem við erum með heitt á könnunni.

POC vörur hjá Peloton2022-05-05T14:05:34+00:00
11 03, 2020

Bioracer liðsbúningar

2022-05-05T14:06:45+00:00

Peloton býður íþróttafélögum og öðrum hjólahópum sérhannaða liðsbúninga þar sem hægt er að velja mynstur, liti, snið og lógó.    Hægt er að panta mismunandi flíkur fyrir hvern liðsmann.

Bioracer hefur útbúið liðsbúninga fyrir fjölda íslenskra liða og aðra hjólahópa undanfarin ár og auk þess eru mörg stærstu hjólafélög landsins að nota búninga frá þeim.   Búningar frá þeim hafa því sannað sig við íslenskar aðstæður.

Úrvalið er mikið og hægt að velja bæði mismunandi snið og efni.   Allar flíkur eru til bæði í karla og kvennasniðum og ekki þarf að panta ákveðinn lágmarksfjölda af flíkum.   Við getum meira að segja merkt einstakar flíkur með nafni liðsmanns.

Við höfum sett saman nokkra pakka fyrir hjólalið byggt á okkar reynslu.  Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að skoða.

Bioracer Liðsbúningar

Hafði endilega samband fyrir stærri pantanir t.d. fyrir íþróttafélög eða aðra klúbba og við gerum tilboð. Við aðstoðum ykkur svo við að hanna útlit og sérsníða pakkann að ykkar óskum.   Vekjum athygli á að afgreiðslufrestur er alla jafna amk 8 vikur þannig að það er um að gera að panta tímanlega.   Hafið samband á facebook eða peloton@peloton.is

Bioracer liðsbúningar2022-05-05T14:06:45+00:00
13 09, 2019

Peloton býður vörur frá OneUp Components

2022-05-05T14:07:16+00:00

OneUp Components er fyrirtæki sem sérhæfir sig í búnaði og aukahlutum fyrir fjallahjól.    Eins og allt sem við bjóðum hjá Peloton eru þetta vörur sem við höfum góða reynslu af.   Vörur OneUp Components eru hannaðar af fjallahjólurum sem hafa séð hvað virkar og hvað ekki.

Vörur þeirra hafa fengið frábæra dóma hjá aðilum eins og PinkBike og Mtbr.    Við bendum sérstaklega á vörur eins og EDC Toolkit sem inniheldur öll verkfæri sem þú þarft í fjallahjólaferðirnar og er hægt að geyma annað hvort inni í gaffalhálsinum á hjólinu eða stinga inn í pumpuna þeirra EDC Pump sem er ein sú besta sem við höfum prófað.

Ef þú átt fjallahjól, hvort sem það er fulldempað eða hardtail þá er lækkanleg sætispípa ein besta uppfærslan sem þú getur fjárfest í.    One Up dropperpost er nú fáanlegur fyrir flest fjallahjól.   Kannaðu málið.

www.oneupcomponents.com

Peloton býður vörur frá OneUp Components2022-05-05T14:07:16+00:00
20 02, 2019

Gobik fatnaður hjá Peloton

2022-05-05T14:09:32+00:00

Peloton býður hjólafatnað frá sp´nska framleiðandanum GOBIK.   GOBIK er með flotta línu af fatnaði fyrir bæði stelpur og stráka.   Líflegir litir, góð snið og fyrsta flokks efni.   Tilvalið í íslenska sumarið og hjólaferðirnar – nú eða spinningtímana meðan við bíðum eftir sólinni.   Gobik býður einnig sérhannaða liðsbúninga fyrir íþróttafélög og hjólahópa.  Hafðu samband á peloton@peloton.is til að kanna málið.

Skoðau úrvalið í vefversluninni https://www.peloton.is/brand/gobik/

Gobik fatnaður hjá Peloton2022-05-05T14:09:32+00:00
19 02, 2019

Pas Normal Studios hjá Peloton

2022-05-05T14:10:26+00:00

PEloton býður hjólafatnað frá danska framleiðandanum Pas Normal Studios.   PNS er framleiðandi sem leggur áherslu á toppgæði og framúrskarandi hönnun.

PNS leggur áherslu á að tengja saman fólk með ástríðu fyrir hjólreiðum og hefur haldið úti hjólaklúbbi – International Cycling Club – sem stendur fyrir uppákomum víða um heim.   Öllum er heimilt að taka þátt í atburðum á vegum klúbbsins og þátttaka er ókeypis.

Skoðaðu úrvalið og kíktu í heimsókn.  Þú verður ekki fyrir vonbrigðum.

https://www.peloton.is/brand/pns/

Pas Normal Studios hjá Peloton2022-05-05T14:10:26+00:00
29 11, 2018

Apidura hjá Peloton

2018-12-04T09:49:59+00:00

Ævintýrahjólreiðar? Er það eitthvað nýtt?

Undanfarin misseri höfum við verið að sjá sífellt meira af bæði hjólum og búnaði fyrir það sem framleiðendur hafa kallað “gravel” eða “adventure biking.” Eins og nafnið gefur til kynna er hér verið að vísa til hjólreiða á malarvegum og ýmis konar undirlagi. Hér er oftast um að ræða hjól sem eiga ættir að rekja til götuhjóla, eru gjarnan með hrútastýri, en taka breiðari dekk. Klassísk ferðahjól – oft úr stáli og mörg fjallahjól henta að sjálfsögðu líka í svona hjólerí.

Ísland er að sjálfsögðu frábært til að stunda þessa tegund hjólreiða, okkur skortir ekki malarvegi í fallegu landslagi. Við höfum náttúrulega séð ferðamenn á hjólum hér í gegnum árin en minna hefur verið um að við sem eigum heima hér nýtum okkur þessar frábæru aðstæður. Með auknum vinsældum ævintýrahjólreiða verður kanski breyting á því. Hér er nóg af skemmtilegum áskorunum, Kjalvegur, Sprengisandur, ótal skemmtilegar leiðir á Vestfjörðum t.d. á Ströndum og í raun hvar sem er á landinu.

Eitt af því sem menn komast fljótlega að þegar farið er að hugsa um svona ferðir er að finna lausn á því að koma fyrir farangri. Ekki er alltaf hægt að festa bögglabera á nýrri carbon hjól og æskilegt er að finna lausnir sem ekki þyngja hjólið um of og taka ekki á sig of mikinn vind.

Við ákvaðum að fara á stúfana og finna hvað er best í þessu. Ekki þarf að leita lengi til að sjá að breski framleiðandinn Apidura (http://www.apidura.com) er með búnaðinn sem allir eru að nota. Við bjóðum núna töskur frá þeim í versluninni okkar að Klettagörðum. Hvetjum þig til að kíkja til okkar í kaffi og skoða hvað er í boði. Tilvalið að setja sér skemmtilega áskorun fyrir næsta sumar – nú eða bara í vetur 🙂

Hér eru skemmtilegar frásagnir af svona ferðum

https://www.apidura.com/journal/day-night-a-film-about-the-2018-transatlantic-way/
https://xpdtn3.club/trip/westfj%C3%B6rds-of-iceland
https://magazine.bikesoup.com/bikepacking-iceland-weekend

Skoðaðu úrvalið:  í vefversluninni okkar.

Apidura hjá Peloton2018-12-04T09:49:59+00:00
18 04, 2018

ENVE á Íslandi

2018-04-18T08:50:16+00:00

ENVE – Loksins á Íslandi. Það er okkur hjá Peloton mikil ánægja að geta nú boðið gjarðir og alla vörulínu ENVE hér á klakanum.

Það er ekki tilviljun að við höfum lagt mikið á okkur til að fá bjóða vörur ENVE hér heima. Við höfum rúllað á ENVE undanfarið ár og það er engin spurning – þetta er það besta sem við höfum prófað.

Erum núna að taka pantanir fyrir sumarið. Kíktu á vörurnar á www.enve.com og hafðu samband til að vera fyrst/ur í sumar. peloton@peloton.is

ENVE á Íslandi2018-04-18T08:50:16+00:00
Go to Top