Peloton ehf.

Skilmálar

peloton.is er vefverslun sem rekin er á vegum Peloton ehf. Kt. 681217-0290 / VSK nr 130156. („Peloton“)   Með því að panta vörur hjá peloton.is samþykkir þú eftirfarandi skilmála.

Verð og greiðslur

 • Verð á vörum hjá Peloton.is er staðgreiðsluverð með 24% virðisaukaskatti.
 • Hægt er að greiða með kreditkorti, debetkorti, gjafakorti YAY eða gjafakorti Peloton.  Hægt er að veita samþykki fyrir greiðslu með millifærslu á reikning Peloton eða með staðgreiðslu í verslun þegar vara er sótt.  Hafa þarf samband við verslun í þeim tilfellum.
 • Þegar borgað er með greiðslukorti fer greiðslan í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd og fær peloton.is engar kortaupplýsingar viðskiptavina.
 • Þegar valið er að greiða með millifærslu hefur viðskiptavinur 2 sólarhringa til að millifæra fyrir pöntuninni. Ef greiðsla hefur ekki borist fyrir þann tíma verður pöntunin ógilt og vörurnar fara aftur í sölu.
 • Öll verð eru í íslenskum krónum og eru birt með fyrirvara um prentvillur. Peloton áskilur sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð eða röng mynd fylgt vörunni á vefsíðunni.
 • Verð á sérpöntuðum vörum eru jafnframt með fyrirvara um verðbreytingar framleiðanda og breytingar á gengi íslensku krónunnar.  Peloton áskilur sér rétt til að innheimta sérpöntunargjald fyrir sérpantanir.  Gjaldið er tilgreint fyrir staðfestingu pöntunar.
 • Peloton.is áskilur sér þann rétt að breyta verði á vörum fyrirvaralaust.

Sendingar

 • Vörur sem pantaðar eru í gegnum peloton.is eru ýmist afhentar í verslun eða sendar til viðskptavinar.   Mismunandi er eftir vörutegundum hvaða afhendingarmátar eru í boði.   Við frágang pöntunar og staðfestingu getur viðskiptavinur valið þá afhendingarmáta sem í boði eru.
 • Í þeim tilfellum þar sem boðið er upp á heimsendingu, bætist sendingarkostnaður við pöntun áður en greiðsla fer fram.   Sendingarkostnaður er mismunandi eftir vörutegundum og  afhendingarleiðum og er tilgreindur sérstaklega við staðfestingu pöntunar.

Afhending vöru

 • Þegar greiðsla hefur borist eru pantanir sendar með flutningsaðila okkar innan tveggja virkra daga og má gera ráð fyrir að pantanir berist innan 1-4 virka daga til viðskiptavina innanlands.
 • Um allar pantanir sem sendar eru til viðskiptavina gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar flutningsaðila um afhendingu vörunnar. Samkvæmt því ber peloton.is enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi og er tjónið á ábyrgð kaupanda verði vara fyrir tjóni eftir að hún er send frá peloton.is.

Vöruskil

 • Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við verð vörunnar sem greitt var skv. kvittun.  Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin.  Inneignarnótan gildir í tvö ár frá útgáfudegi.  Ef vara var keypt í gegnum vefverslun peloton.is getur kaupandi óskað eftir endurgreiðslu í stað inneignarnótu enda séu vöruskil framkvæmd innan 14 daga.  Endurgreiðsla skal miða við sama greiðslumáta og notaður var við kaup á vörunni í vefverslun.  Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Ef kaupandi velur að senda vöru sem hann vill skila, greiðir hann sjálfur sendingargjaldið til Peloton ehf.

Gölluð vara

 • Ef vara er með augljósan galla er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðir Peloton allan sendingarkostnað í þeim tilfellum.
 • Að öðru leiti vísast til gildandi laga um neytendakaup.

Trúnaður

 • Peloton heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.    Nánari upplýsingar um meðferð trúnaðarupplýsinga má finna á vef okkar:  https://www.peloton.is/medferd-personuupplysinga/

Lög og varnarþing

 • Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál hans vegna skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Hafa samband

Peloton ehf.
Klettagörðum 23
104 Reykjavík
peloton@peloton.is
s. 666-1199