Peloton ehf

Vefsvæðið okkar er http://www.peloton.is.

Hvað skráum við og af hverju?

Athugasemdir

Þegar þú skráir athugasemdir þá skráum við umbeðnar upplýsingar ásamt IP tölu og vafra til að sporna við og aðgreina frá mögulegum vélrænum aðgerðum.

Skrár

Gættu þess að myndir og annað efni sem þú kannt að hlaða upp á vefinn getur verið aðgengilegt öðrum notendum ef það er birt á vefsvæðinu.   Þú ættir sérstaklega að gæta að því að myndir geta innihaldið staðsetningu og önnur innfelld gögn.

Skráning á lista eða önnur skráning tengiliðaupplýsinga

Við viljum kappkosta að eiga skilvirk samskipti við viðskiptavini okkar og eiga þess kost að hafa samband við þá af fyrra bragði með rafrænum hætti, s.s. tölvupósti, um samfélagsmiðla eða í gegnum síma.   Þetta er gert til að kynna ýmsar nýjungar, tilboð og annað sem við teljum að viðskiptavinum gagnist á hverjum tíma.   Við bjóðum viðskiptavinum jafnframt að skrá tengiliðaupplýsingar við vörukaup sem nota má til að rekja kaup á vörum s.s. reiðhjólum komi til innköllunar framleiðenda eða ef rekja þarf stolna muni.   Víð skráum umbeðnar upplýsingar í samskiptaformum s.s. nafn, kennitölu, netfang og/eða símanúmer í þessum tilgangi og varðveitum í upplýsingakerfum okkar.

Kökur / netspor

Ef þú skráir upplýsingar á vefsvæði okkar þá eru þær í sumum tilfellum skráðar í s.k. netspor (e. cookie).  Netspor eru notuð í sumum tilfellum til að koma í veg fyrir endurinnslátt upplýsinga og eru þannig geymdar í vafranum og notaðar við næstu heimsókn.

Þegar þú skráir þig inn á vefsvæðið okkar eru upplýsingar vistaðar í netspor.   Þú getur stillt vafrann þinn þannig að hann heimili ekki slíka skráningu og þú getur jafnframt í gengum stillingar hans eytt netspori sem kann að hafa verið vistað í fyrri heimsóknum.

Efni frá öðrum vefsvæðum

í sumum tilfellum birtum við efni frá öðrum vefsvæðum eða tengla sem þú getur fylgt til að heimsækja önnur vefsvæði.  Gagnasöfunun á slíkum vefsvæðum er ekki á okkar vegum og undanskilin persónuverndarstefnu okkar.   Við hvetjum þig til að leita upplýsinga um söfnun persónuupplýisinga á viðkomandi svæði.

Deiling persónuupplýsinga

Við deilum ekki undir neinum kringumstæðum skráðum persónuupplýsingum með þriðja aðila til úrvinnslu eða annarra nota.   Peloton kann á hverjum tíma að nota vinnsluaðila eða upplýsingakerfi frá þriðja aðila við meðhöndlun og úrvinnslu upplýsinga.   Í þeim tilfellum er gerðir vinnslusamningar eins og kveðið er á um í persónuverndarlögum á hverjum tíma.

Hversu lengi geymum við gögn?

Skráðum gögnum um aðild að póstlistum ásamt gögnunum um vörukaup og viðskipti er ekki sérstaklega eytt nema viðskiptavinir óski þess.

Réttur þinn

Ef þú hefur skráð persónugögn á vefsvæðinu okkar eða í viðskiptakerfum, áttu skv. persónuverndarlögum rétt á að óska eftir upplýsingum um þau gögn sem við varðveitum um þig ásamt því að óska eftir að gögnum um þig sé eytt.    Okkur er ekki heimilt að eyða gögnum sem kunna að vera varðveitt skv. lagaskyldu.    Slíkar óskir skulu brerast okkur í tölvupósti a peloton@peloton.is

Frekari upplýsingar

Hafðu samband við okkur á peloton@peloton.is ef þú ert með spurningar eða athugasemdir sem þú lit koma til skila.