Lýsing
Norröna falketind down750 Vest W’s Caviar Black
Létt vesti sem pakkast vel og er hlýtt, hannað fyrir fjallgöngur en hentar í hvaða útivist sem er allt árið um kring. Þetta vesti er frábært sem ysta flík á sumrin en svo má nota það sem einangrunarlag á veturna. Ysta lagið er framleitt úr aeroDownproof efninu sem veitir góða vörn gegn veðri og vindum en vestið er einangrað með úrvals dúni sem er frábær einangrun miðað við þyngd. Ytra byrðið er að mestu úr endurunnu 20D nylon sem er meðhöndlað með DWR (án PFC) sem gerir vestið vatnsfráhrindandi. Að auki eru slitfletir ein og axlir styrktar með 45D endurunnu næloni sem eykur endingu. Vestið er fyllt með hágæða, RDS-vottuðum 750fp dúni (55gr í L karla og 44gr í M kvenna). Hliðarnar á vestingu og hálsinns eru einangruð með gerviefni til að koma í veg fyrir hitatap þegar það er virkilega kalt í veðri. Axlirnar eru jafnframt einangraðar með blöndu af dúni og endurunnu gerviefni til að tryggja endingu og til að tryggja góða einangrun á þeim svæðum sem mæðir mikið á. Helstu eiginleikar eru meðal annars stillanleg hetta, vasar til að hlýja sér á höndunum, brjóstvasi.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Norröna.