Lýsing
Norröna falketind down750 Hood M’s Arednalin/Rhubarb
Létt og góð einangrun sem pakkast vel, jakki sem er hannaður fyrir fjallgöngur en hendar vel í alla útivist allt árið um kring. Þessi jakki er fullkominn hvort sem er sem ysta lag á köldum sumardögum eða sem einangrunarlag á veturna. Ysta lagið er endurunið Nælun sem veitir góða veðurvörn en hann er einangraður með dúni. Ysta lagið á jakkanum er hágæða endurunnið 20D nylon sem er meðhöndlað með PFC-fríu DWR til að bæta vatnsfráhrindingu. Að auki er ysta lagið styrkt á öxlum og ermum með 45D endurunnu næloni til að auka endingu jakkans. Jakkinn er fylltur með hágæða, RDS-vottaðum (750 fill power) dúni (100g í L/85g fyrir karla í M kvenna) í bol og efri hluta erma. Í hliðum, á hálsi og á neðri hluta erma er einangrað með endurunninni fiber einangrun til að koma í veg fyrir hitatap við kaldari aðstæður. Á öxlum er einangrað með blöndu af dúni og gerviefni til að tryggja endingu og viðhald einangrun.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Norröna.