Það er okkur mikil ánægja að bjóða velkominn í starf þjónustustjóra, Hafstein Ægi Geirsson. Hafsteinn þarf lítið að kynna fyrir þeim sem þekkja til í hjólasamfélaginu á Íslandi en hann hefur um áraraðir verið í fremstu röð í flestum greinum hjólreiða og unnið fjölda Íslandsmeistaratitla á glæsilegum ferli. Hafsteinn á einnig að baki glæstan keppnisferil í siglingum þar sem hann keppti m.a. fyrir Íslands hönd á tvennum ólympíuleikum,
Hafsteinn kemur til okkar frá Toyota á Íslandi þar sem hann hefur unnið undanfarið ár en þar áður hefur hann m.a. sett á stofn og rekið Hjólaþjálfun, og var um langa hríð lykilmaður í þjónustu og á verkstæði hjá Erninum. Hafsteinn tekur við kyndlinum hjá okkur í hlutverki þjónustustjóra sem Sæmundur Guðmundsson hefur gengt undanfarin ár. Sæmundur er eins og margir vita á leið til Hollands í nám núna í haust og um leið og við bjóðum Hafstein velkominn til starfa, óskum við Sæma góðs gengis þar með miklum þökkum fyrir frábær störf undanfarin ár.