Það er okkur hjá Peloton mikil ánægja að bjóða nú í fyrsta sinn á Íslandi hin frábæru skíði frá svissneska framleiðandanum Stöckli.   Stöckli hefur framleitt skíði frá 1935 og hafa allt frá upphafi staðið í fremstu röð framleiðenda á heimsvísu.  Heimsþekktir skíðamenn á borð víð Tina Maze, Victoria Rebensburg og Marco Odermatt hafa keppt á skíðum frá Stöckli.

Við eigum von á fyrstu sendingunum í byrjun október og hlökkum til að kynna þessi frábæru skíði hér á landi.   Þangað til hvetjum við áhugasama til að hafa samband með sérpantanir eða spurningar.

https://www.stoeckli.ch/