Lýsing

Norröna lyngen down850 Hood M’s Indigo Night

Létt dúnúlpa sem er þróuð fyrir skíðaferðir en hentar vel fyrir fjölbreytta útivist þar sem þú þarft að halda þyngdinni og rúmmálinu niðri. Úlpan hentar sem ysta lag eða sem einangrun undir skeljakka. Ysta lag jakkans er með aeroDownproof efni sem veitir létta veðurvörn en einangrunin er fyrsta flokks dúnn, sem býður upp á frábæra einangrun miðað við þyngd. Ysta lagið er þéttofið (27g/m2, 10D) endurunnið nylon efni. Það hefur verið meðhöndlað með vatnsvörn til að auka vatnsfráhrindingu. Dúnfyllingin er úrvals RDS 2.0-vottaður (850 fill power) dúnn. Þessi úlpa er hönnuð til að veita hámarks einangrun en vera jafnframt létt og pakkast vel.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Norröna.