Lýsing
Silca Secret Chain Blend Hot Wax 500g
Kostir þess að meðhöndla keðju með vaxi í stað hefðbundinnar olíu eru margir. Þú færð betri smurningu og minna viðnám og hver meðhöndlun endist lengur en sambærileg smurning með olíu. Vaxið dregur ekki í sig óhreinindi og keðja og tannhjól eru því alltaf hrein sem þýðir að þú þarft sjaldnar að þrífa og slit á drifbúnaði verður mun minna.
Secret Chain Blend er fjölhæfasta keðjuvaxið á markaðnum. Einstök fjögurra þátta vaxblanda gefur þér blöndu sem tryggir lágmarksviðnám og er nógu endingargóð fyrir lengstu ferðir. Nota má Silca SpeedChip eða EnduranceChip til að kalla sérstaklega fram eiginleika með áherslu á hraða eða langan endingartíma allt að 465km/800mi.
Secret Chain Blend samanstendur af hreinsuðu paraffíni og háum styrk 3 tiltekinna stærða af wolframtvísúlfíði á nanóskala, Secret Chain Blend virkar ekki aðeins sem smurefni heldur virkar í raun til að breyta yfirborði keðjunnar og fylla upp í allar sprungur málmsins með mjög slitþolnum wolframtvísúlfíðögnum. Fyrir vikið munu keðjur vaxaðar með Secret Chain Blend og Secret Chain Lube í raun verða hraðari með tímanum og eftir endurteknar vaxmeðferðir. Með því að nota Secret Chain Blend getur þú lengt endingu keðjunnar og drifrásaríhluta verulega (allt að 10x).
Nánari upplýsingar á heimasíðu Silca.