Lýsing

Norröna trollveggen Gore-Tex Pro light Jacket W’s Indigo Night

Þessi létti skeljajakki er gerður fyrir krefjandi fjallaklifur en virkar fullkomlega fyrir fjallgöngur og útivist allt árið þar á meðal gönguferðir og skíðaferðir. Við notum GORE-TEX® PRO efnið vegna þess að það er leiðandi umhverfisvæn himna í heiminum fyrir endingargóðan vatnsheldleika, hámarks öndun og algjöra vindheldni. GORE-TEX ePE (stækkað pólýetýlen) himnan er lykiláfangi í ábyrgri frammistöðu og býður upp á afkastamiklar, endingargóðar vörur sem eru hannaðar fyrir langan líftíma vörunnar. GORE-TEX ePE himnan er létt og þunn en samt sterk og hún er PFAS laus (undir 50 ppm) með minna kolefnisfótspor. Himnan er ofin með vandlega völdum vefnaðarvörum, þar á meðal endurunnum. Hettan, axlir og olnbogar eru styrkt með 3 laga 70Dx160D GORE-TEX® með 100% endurunnu nylon fyrir aukna vernd og endingu. Helstu eiginleikar eru stormhetta sem nota má yfir hjálm með og stillanleg með annarri hendi, Ermar með velcro® stillingum við handaop, tvíhliða lrennilásar fyrir loftun undir handleggjum, vasar að framanm napóleonsvasar staðsettir til að leyfa notkun með bakpoka og klifurbelti og tvíhliða rennilás að framan fyrir sveigjanlega loftræstingu. milliþröngt snið (technical fit) með Y-skurði og mótuðum handleggjum fyrir góða hreyfigetu í klifri. Síðari að aftan.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Norröna.