Eins og margir vita hefur orðið mikil fjölgun hér á landi í hópi þeirra sem æfa og undirbúa sig nú fyrir þríþrautarkeppnir næsta sumar.

Lausleg talning hjá þríþrautarfélögum hefur leitt í ljós að vel á annað hundrað íslenskra iðkenda eru nú skráðir til leiks í hálfum eða heilum Ironman næsta sumar.

Það er okkur því mikil ánægja að bjóða þríþrautarfólki og öðrum sem stunda hjólreiðar sérstakt tilboð í sérpöntunum á þríþrautar-/tímatökuhjólum frá BMC.

BMC er einn fremsti framleiðandi þríþrautar- og tímatökuhjóla í heiminum og eins og frægt er orðið vann Rohan Dennis m.a. heimsmeistaratitilinn í tímatöku einmitt á hjóli frá BMC.

Tilboðið gildir meðan viðkomandi hjól eru fyrirliggjandi hjá BMC en eins og undanfarin ár má gera ráð fyrir að vinsælustu hjólin seljist upp fljótlega upp úr áramótum.

Skoðaðu tilboðið okkar hér að neðan.  Ekki hika við að hafa samband ef þú ert með spurningar.

Þríþraut – sérpöntunartilboð