Við bjóðum skíða- og brettadeildum íþróttafélaga forpantanir á keppnisvörum úr vetrarlínunni frá POC fyrir veturinn  2023/2024.

Forpantanir gera þér kleift að velja nákvæmlega þær vörur sem þú vilt,  bæði tegund, lit og stærð á besta mögulega verði.  Þú greiðir 30% staðfestingargreiðslu þegar pöntun er staðfest og afganginn við afhendingu sem við gerum ráð fyrir að verði í október 2023.

Við bjóðum ykkur velkomin í heimsókn til okkar í verslunina að Klettagörðum 23 þar sem við bjóðum aðstoð við að finna réttu vörurnar.   Þar getur þú líka mátað hjálma, fatnað eða annað.

Við bjóðum skíðafélögum nú einnig að panta keppnisgalla sem eru sérmerktir fyrir hvert félag.  Þannig er hægt að láta setja merki félagsins eða styrktaraðila á gallana í framleiðsluferlinu.   Merkin eru þannig prentuð í efnið í framleiðslunni sem tryggir að þau flagna ekki af eða eyðast við núning og notkun.  Einnig hafa merkingarnar ekki áhrif á FIS vottun gallans.

Einungis er hægt að panta merkta galla í forpöntun og að félög þurfa að senda inn eina heildarpöntun á merktum keppnisgöllum fyrir hönd félagsins.   Pöntunareyðublað fyrir sérmerkta keppnisgalla má finna hér að neðan.   Við erum með keppnisgalla til mátunar í versluninni okkar að Klettagörðum.

Við aðstoðum við að hanna útlit á sérmerkingum og vinnum það svo í samstarfi við hönnuði POC.   Hafið samband við okkur á peloton@peloton.is með spurningar og varðandi nánari upplýsingar um hönnunarferlið.     Hér finnur þú sniðmát til að skissa upp hönnun.   Race Suit Template

Til að panta, smellir þú á pöntunareyðublaðið og hleður því niður á tölvuna þína.   Eyðublaðið er svo opnað í Microsoft Excel eða öðru forriti t.d. Google Sheets.   Þú fyllir inn upplýsingar um þig, nafn, kennitölu, síma og netfang ásamt magni við þær vörur sem þú vilt panta.  Gættu þess að merkja við réttar stærðir og lit. Vörulista ásamt upplýsingar um stærðir má finna hér að neðan.  Verð eru með fyrirvara um verðbreytingar framleiðanda og breytingar á gengi sænsku krónunnar.

Vörulista fyrir POC keppnisllínuna 2023/2024 má sjá hér að neðan.

Pöntunareyðublað

Pöntunareyðublað fyrir sérmerkta keppnisgalla

Upplýsingar um stærðir.  

Stærðatafla fyrir POC keppnisgalla

Þú getur skoðað aðrar vörur frá POC í vefversluninni okkar.     

Aðrar pantanir þurfa að berast okkur í síðasta lagi 26.apríl 2023.

Ef þú ert með spurningar eða vilt vita meira, hafðu samband við okkur í síma 666-1199 eða á facebook eða peloton@peloton.is