Viðnám í keðju og tannhjólum getur verið umtalsvert og á löngum vegalengdum fara ófá wött í að yfirvinna það. Hjá CeramicSpeed snýst allt um að minnka þetta viðnám. Auk þess að bjóða legur fyrir sveifar og nöf, hefur CeramicSpeed þróað keðjuolíu sem minnkar viðnám í keðju umtalsvert. Mælingar þeirra sýna að við 250w afl á 95 snúningum sparast sem nemur 4.5 – 9w í núningsmótstöðu. Lestu meira um þetta undraefni í úttekt BikeRadar.