Við bjóðum nú sérpantanir á hjólum frá Factor (www.factorbikes.com) ásamt gjörðum og íhlutum frá Black Inc (www.blackinc.cc). Factor er framleiðandi sem eingöngu sérhæfir sig í götuhjólum og hafa lengi verið í fararbroddi þegar kemur að hönnun léttra götuhjóla. Factor voru t.d. fyrstir til að setja á markað fjöldaframleitt götuhjólastell undir 1000 gr og síðan undir 900 gr og aftur undir 800 gr.
Þeir hafa samt fyrst vakið athygli eftir að þeir gerðu samning við franska World Tour liðið AG2R La Mondiale árið 2017 og síðan aftur nú í ár. Hjólin þeirra O2 og ONE eru listaverk.
Factor er í nánu samstarfi við Black Inc (www.blackinc.cc) sem framleiðir, gjarðir, stýri, stamma og aðra íhluti þar sem gæðin eru fyrsta flokks.
Peloton býður vörur frá þessum hágæðaframleiðendum í gegnum sérpantanir. Kynntu þér úrvalið og hafðu samband peloton@peloton.is