Bioracer liðsbúningar – WOW Tilboð

Nú styttist í WOW Cyclothon og flest lið eflaust komin langt í undirbúningi og æfingum.   Peloton býður WOW liðum og öðrum hjólahópum sérhannaða liðsbúninga þar sem þið getið valið liti, snið, lógó og hvers konar flíkur þið takið.

Bioracer hefur útbúið liðsbúninga fyrir fjölda WOW liða undanfarin ár og auk þess eru mörg stærstu hjólafélög landsins að nota búninga frá þeim.   Búningar frá þeim hafa því sannað sig við íslenskar aðstæður.

Úrvalið ar mikið og hægt að velja bæði mismunandi snið og efni.   Allar flíkur eru til bæði í karla og kvennasniðum.   Við höfum sett saman tvo dæmigerða pakka fyrir WOW lið byggt á okkar reynslu.  Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að skoða.

Bioracer WOW Tilboð 2018

Við aðstoðum ykkur svo við að hanna útlit og sérsníða pakkann að ykkar óskum.   Vekjum athygli á að afgreiðslufrestur er alla jafna amk 8 vikur þannig að það er um að gera að hafa hraðar hendur.   Hafið samband á facebook eða peloton@peloton.is

2018-03-15T13:07:47+00:00

ATH - breyttur opnunartími í vetur. Frá og með 1. okt verður opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga 16-19 og 11-15 á laugardögum. Loka