Bianchi kynnti nú nýlega, nýja útfærslu af Oltre XR3 hjólinu með diskabremsum.   Oltre XR3 er hluti af keppnishjólalínu Bianchi og kaupendur hafa nú val um hefðbundnar púðabremsur eða diskabremsur.

Diskaútgáfan er með sömu geometríu og upprunalega útgáfan.  Stellið er hannað fyrir flatmount bremsur og er fyrsta Countervail hjólið frá Bianchi með diskabremsum.

Countervail er tækni sem dempar ójöfnur í vegyfirborði með sérstakri hönnun sem beitt er í koltrefjaframleiðslunni án þess að fórna stífleika.

Oltre XR3 disk verður fáanlegt í ýmsum búnaðarútgáfum eða sem stell til útfærslu eftir þínum óskum.

Nánari upplýsingar